Veftré Print page English

Sendiherra Bretlands


Forseti á fund með Stuart Gill sendiherra Bretlands sem senn lætur af störfum. Rætt var um samstarf landanna, þátttöku stjórnvalda og vísindasamfélags á Bretlandi í Hringborði Norðurslóða – Arctic Circle sem og um könnun á sæstreng milli Íslands og Bretlands en bresk stjórnvöld telja að slík orkutenging skipti miklu máli fyrir orkuöryggi Breta og aukna hlutdeild hreinnar orku. Einnig var fjallað um þá lærdóma sem sendiherrann hefur dregið af dvöl sinni á Íslandi.