Startup Iceland
Forseti flytur ávarp í upphafi ráðstefnunnar Startup Iceland þar sem fjallað er um nýsköpun og frumkvöðla. Ráðstefnuna sækja forystumenn í íslenskum nýsköpunargreinum og erlendir sérfræðingar og fjárfestar. Í ávarpinu rakti forseti þá ánægjulegu þróun sem orðið hefur á undanförnum árum að fjöldi nýsköpunarfyrirtækja hefur fest sig í sessi og frumkvöðlar náð að mynda samstarf sem skilað hefur árangri á alþjóðlegum vettvangi.