Veftré Print page English

Sendinefnd þýska þingsins


Forseti á fund með sendinefnd þýska þingsins sem heimsækir Ísland í boði Alþingis en hana skipa þingmenn sem sérstaklega sinna tengslum við Ísland og önnur Norðurlönd. Rætt var um þróun Norðurslóða og mikilvægi víðtækrar samvinnu á þeim vettvangi, nýtingu hreinnar orku, einkum jarðhita, bæði í Þýskalandi og öðrum ríkjum Evrópu sem og reynslu Íslendinga af glímunni við fjármálakreppuna og hvaða afleiðingar hún hefði haft fyrir stjórnmálalífið í landinu.