Veftré Print page English

Norrænir karlakórar. Afmæli Fóstbræðra


Forseti sækir tónleika sem haldnir eru í Hörpu í tilefni af 100 ára afmæli Karlakórsins Fóstbræðra. Fjölmargir íslenskir kórar og kórar frá Norðurlöndum og öðrum löndum tóku þátt í tónleikunum; alls sungu um 1000 karlar í hinum sameinaða kór. Í lokin flutti forseti ávarp og þakkaði Fóstbræðrum fyrir framlag þeirra til íslenskrar menningar og tónlistarlífs, hvernig söngur kórsins hefði fært Íslendingum fjölmargar gleðistundir og styrkt sjálfsvitund þjóðarinnar.