Karlakóramót
Forseti tekur á móti stjórnarmönnum og fulltrúum fjölmargra íslenskra kóra og kóra frá Norðurlöndum, Sviss og Eistlandi sem taka þátt í kóramóti í tilefni af 100 ára afmæli karlakórsins Fóstbræðra. Í ávarpi ræddi forseti um framlag karlakóra til að efla íslenska menningu og þjóðarvitund á síðustu öld og hlut þeirra í að þróa íslenskt tónlistarlíf.