Sendinefnd frá Qinghai héraði í Kína
Forseti á fund með sendinefnd frá Qinghai héraði í Kína sem heimsækir Ísland til að kynna sér nýtingu jarðhita og aðra þætti efnahagslegrar þróunar. Rætt var um vaxandi samstarf Íslands og Kína á fjölmörgum sviðum, hvernig nýting jarðhita getur dregið úr mengun í kínverskum borgum og stuðlað að nýjum þáttum í landbúnaði og fiskeldi. Einnig var fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á bráðnun jökla í Himalajafjöllunum og hvernig hún mótar nú þegar náttúruskilyrði í Qinghai héraði. Rannsóknir á Norðurslóðum gætu því ásamt rannsóknum á Himalajasvæðinu verið mikilvægur þáttur í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.