Veftré Print page English

Alþjóðleg jarðhitaráðstefna. Lokaávarp


Forseti flytur lokaávarp á alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu sem haldin er í Hörpu en ráðstefnuna sækja um 800 þátttakendur frá 50 löndum. Á henni hefur verið fjallað um fjölþætta nýtingu jarðhita og framlag hennar til nýsköpunar í atvinnulífi og sjálfbærari framleiðsluhátta. Einnig hafa þátttakendur í ráðstefnunni heimsótt jarðhitagarðinn á Reykjanesi, orkuver og aðra starfsemi sem tengist nýtingu jarðhita. Með ráðstefnunni er Ísland í auknum mæli orðið alþjóðlegur áfangastaður í samvinnu á þessu sviði en heimsþing jarðhitans, World Geothermal Congress, verður haldið á Íslandi árið 2020. Í ávarpi sínu tengdi forseti saman árangurinn á loftslagsráðstefnunni í París og nýja stöðu jarðhitans á heimsvísu.