Alþjóðleg jarðhitaráðstefna
Forseti tekur á móti erlendum fyrirlesurum og íslenskum aðstandendum alþjóðlegrar jarðhitaráðstefnu, IGC2016, sem haldin er á Íslandi. Ráðstefnuna sækja um 800 þátttakendur frá 50 löndum. Hún sýnir að Ísland er orðið öflug miðstöð fyrir samræður og samstarf um nýtingu jarðhita á veraldarvísu.