Veftré Print page English

Lagnaverðlaunin


Forseti afhendir lagnaverðlaunin, Lofsvert lagnaverk, sem er viðurkenning Lagnafélags Íslands, fyrir frábært lagnaverk í einstökum byggingum. Verðlaunin voru afhent í Eldheimum, gosminjasafninu í Vestmannaeyjum, og þau hlutu fyrirtæki og einstaklingar sem önnuðust lagnaverk í Eldheimum. Auk þess hlaut byggingin sjálf og arkitekt hennar sérstaka viðurkenningu. Í athöfninni flutti forseti ávarp þar sem hann þakkaði framtak Vestmannaeyinga við byggingu safnsins sem nú þegar er fjölsóttur áfangastaður þeirra sem heimsækja Vestmannaeyjar. Þá þakkaði forseti Lagnafélagi Íslands fyrir að standa svo myndarlega að þessum verðlaunum.