Veftré Print page English

Sjálfbær orka fyrir alla, SE4ALL


Forseti á fund með Rachel Kyte, framkvæmdastjóra SE4ALL, samstarfsvettvangs Sameinuðu þjóðanna um þróun sjálfbærrar orku fyrir mannkyn á komandi áratugum. Forseti tók sæti í ráðgjafanefnd samráðsvettvangsins í boði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og Jim Yong Kim, framkvæmdastjóra Alþjóðabankans, og var rætt um nýtt hlutverk ráðgjafanefndarinnar í ljósi þess starfs sem fylgir í kjölfar loftslagsráðstefnunnar í París. Rachel Kyte, sem í áraraðir hefur verið í fararbroddi á alþjóðlegum vettvangi í málefnum sjálfbærrar orku, flytur einnig ræðu á IGC2016, alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu sem haldin er á Íslandi nú í vikunni.