Veftré Print page English

Bandarískir háskólamenn. Orkuheimsókn


Forseti tekur á móti sendinefnd frá bandaríska háskólanum National Defense University sem heimsækir Ísland til að kynna sér þróun hreinnar orku og hvernig hún hefur breytt íslensku hagkerfi. Tilgangur heimsóknarinnar er m.a. að skapa grundvöll fyrir álitsgerðir og tillögur um breytingar á orkukerfi Bandaríkjanna. Í ítarlegum samræðum ræddi forseti margvíslega þætti íslenskrar orkuþróunar og hvernig hún hefði skapað grundvöll fyrir aukna fjölbreytni í atvinnulífi, bætt lífskjör og aukið hagsæld.