Veftré Print page English

Efnahagsmál og lýðræði


Forseti á fund með Sergei Stanishev, fyrrum forsætisráðherra Búlgaríu og formanni þingflokks jafnaðarmanna á Evrópuþinginu, sem heimsækir Ísland ásamt sendinefnd frá þingflokknum. Rætt var um glímu Íslands við fjármálakreppuna, samspil efnahagsmála og lýðræðis og hvernig skoða má ríkjandi stefnu á Vesturlöndum í ljósi hinnar íslensku reynslu. Fundinn sat einnig Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gestgjafi Stanishev. Í heimsókn forseta til Búlgaríu fyrir 10 árum áttu þeir Stanishev ítarlegar viðræður um þróun samsteypustjórnmála og málefna Evrópu.