Íslensku þýðingaverðlaunin
Forseti afhendir Íslensku þýðingaverðlaunin við hátíðlega athöfn í Hannesarholti, fyrrum heimili Hannesar Hafsteins skálds og ráðherra. Verðlaunin hlaut að þessu sinni Brynja Cortes Andrésdóttir fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Ef að vetrarnóttu ferðalangur eftir Italo Calvino. Í ávarpi þakkaði forseti samtökum þýðenda fyrir aðild þeirra að stofnun sérstakra verðlauna fyrir erlenda þýðendur á íslenskum bókmenntum en þau verðlaun, sem bera heitið Orðstír, voru veitt í fyrsta sinn á síðasta ári.