Veftré Print page English

Garðyrkjuverðlaunin


Forseti veitir garðyrkjuverðlaunin á hátíðarsamkomu sem fram fer í Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. Fyrst voru veitt heiðursverðlaun garðyrkjunnar og þau hlaut Björgvin Steindórsson forstöðumaður Lystigarðs Akureyrar. Síðan voru veitt verðlaun í flokknum verknámsstaður garðyrkjunnar og komu þau í hlut Grasagarðs Reykjavíkur. Í ávarpi vakti forseti athygli á að gróðurhús eru orðin áfangastaðir erlendra ferðamanna og garðyrkjan og ylræktin burðarás í hinni vaxandi ferðaþjónustu. Það væri því mikilvægt að hlúa að þessari starfsemi og efla nám og aðstöðu í greininni. Jarðhitaver og gróðurhús væru ásamt perlum í náttúru Íslands meðal fjölsóttustu ferðamannastaða.