Sendiherra Bangladess
Forseti á fund með nýjum sendiherra Bangladess, hr. Muhammad Abdul Muhith, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um áhuga Bangladess á að kynnast aðferðum og tækni Íslendinga á sviði sjávarútvegs og fiskveiða sem og að fylgjast með breytingum á jöklum á Norðurslóðum þar eð hækkun sjávarborðs um rúman metra myndi hafa hrikalegar afleiðingar fyrir stóran hluta þjóðarinnar. Einnig var fjallað um samvinnu ríkja á Himalajasvæðinu og í nágrenni þess varðandi bráðnun jökla í þeim heimshluta og áhrif hennar á vatnsbúskap og stórfljót.