Norðurslóðaréttur
Forseti á fund með Guðmundi Alfreðssyni prófessor um rannsóknir og samstarf í Norðurslóðarétti en Guðmundur hefur verið í forystu alþjóðlegs samstarfs á þessu fræðasviði og skipuleggur m.a. málstofur um það á Hringborði Norðurslóða - Arctic Circle í Reykjavík í haust. Einnig var fjallað um réttarstöðu og þjóðfélagsþróun á Grænlandi en Guðmundur hefur kennt við Háskólann í Nuuk auk háskóla í Evrópu og Kína.