Sendiherra lýðveldisins Kóreu
Forseti á fund með sendiherra lýðveldisins Kóreu, hr. Hae-yun Park, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um góða samvinnu landanna í áratugi, mikilvægi viðskipta og árangurinn af heimsókn forseta til Kóreu á síðasta ári. Einnig var fjallað ítarlega um stefnu Kóreu í málefnum Norðurslóða en forseti landsins hefur beitt sér sérstaklega fyrir framgangi hennar. KOPRI, Heimskautastofnun Kóreu, er virkur þátttakandi í rannsóknum á Norðurslóðum og kóresk skipafélög vinna nú að nýjungum sem auðvelda munu skipum siglingar um Norðurslóðir.