Samúðarkveðjur til konungs Belgíu
Forseti sendir samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Philippe konungs Belgíu vegna þeirra skelfilegu árása sem í dag voru gerðar á almenning í Brussel. Samúð Íslendinga sé með fjölskyldum þeirra sem biðu bana, ættingjum þeirra og vinum, sem og með þeim sem sárir eru.
Hryðjuverkaárásirnar í dag séu atlaga að lýðræði okkar og siðmenningu, mannréttindum, jafnrétti og frjálsri umræðu. Brýnt sé að standa vörð um mannúð og bræðralag, lýðræði og jafnrétti sem skipa öndvegið í samfélagsskipan okkar, menningu og sögu.