Veftré Print page English

Málþing um Kristján Eldjárn


Forseti flytur erindi á málþingi sem haldið er á Dalvík í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Kristjáns Eldjárns forseta Íslands. Á máþinginu var fjallað um störf Kristjáns á sviði fornleifafræði og í forsetatíð. Í erindi sínu lýsti forseti stöðu íslenskra þjóðmála í forsetatíð Kristjáns og varpaði ljósi á þær erfiðu ákvarðanir sem Kristján þurfti að taka varðandi stjórnarmyndanir og samskipti við forystusveitir stjórnmálaflokkanna. Forsetatíð Kristjáns Eldjárns væri góður vegvísir um þá ábyrgð sem fylgdi forsetaembættinu og hvernig forsetinn bæri lokaábyrgð á því að ríkisstjórn væri í landinu ef stjórnmálaflokkum á Alþingi tækist ekki að mynda hana.