Fundur U3A um Indland
Forseti flytur erindi um Indland á fundi U3A samtakanna en þau eru fræðslu- og námsvettvangur eldri borgara og aðili að alþjóðasamtökunum International Association of Universities of the Third Age. Í fyrirlestrinum fjallaði forseti um þróun þjóðmála og samfélags á Indlandi allt frá tímum sjálfstæðisbaráttunnar og til okkar daga og hvaða áhrif kynni af Indlandi gætu haft á sjónarhorn og lífsreynslu Evrópubúa.