Alþjóðlegar veðurrannsóknir
Forseti tekur á móti þátttakendum í samstarfsfundi um alþjóðlegar veðurrannsóknir, GNSS4SWEC. Á fundinum er einkum fjallað um vaxandi tíðni ofsaveðurs og hvernig alþjóðlegt samstarf og gervihnattatækni getur stuðlað að nákvæmari spám og viðvörunum vegna hugsanlegs tjóns. Í ávarpi nefndi forseti hvernig vaxandi bráðnun íss á Norðurslóðum skapaði aukna tíðni ofsaveðurs í Asíu og öðrum heimsálfum og þess vegna hefðu rannsóknarstofnanir og stjórnvöld víða um lönd aukinn áhuga á samstarfi um rannsóknir á Norðurslóðum. Þing Hringborðs Norðurslóða, sem haldið væri árlega á Íslandi, hefði orðið vettvangur fyrir samhæfingu slíks samstarfs.