Veftré Print page English

Stóra upplestrarkeppnin


Forseti er viðstaddur lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði þar sem nemendur úr grunnskólum lásu úr verkum Bryndísar Björgvinsdóttur og Guðmundar Böðvarssonar auk þess að flytja sjálfvalin ljóð eftir ýmsa höfunda. Forseti afhenti öllum keppendum viðurkenningu og flutti stutt ávarp þar sem hann þakkaði upplestrarkeppninni fyrir að efla sýn nýrra kynslóða á íslenskar bókmenntir. Forseta var svo afhent þakkargjöf fyrir stuðning hans við keppnina frá upphafi.