Veftré Print page English

Sendiherra Beníns


Forseti á fund nýjum sendiherra Beníns á Íslandi, hr. Eusebe Agbangla, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Einkum var fjallað um eflingu sjávarútvegs í Benín og ósk landsmanna um að kynnast tækni og reynslu Íslendinga á því sviði sem og að fá aðgang að Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi til að byggja upp sérhæfingu og nýja forystusveit í þessari atvinnugrein. Þá var einnig rætt um hvernig saga Íslendinga frá fátækt fyrri áratuga til fjölþætts samfélags á nýrri öld gæti verið fróðlegt fordæmi fyrir aðrar smáar og meðalstórar þjóðir. 

 

benin2016