Sendiherra Fílabeinsstrandarinnar
Forseti á fund með nýjum sendiherra Fílabeinsstrandarinnar á Íslandi, frú Mina Marie Balde-Laurent, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um markmið stjórnvalda um nýja áfanga í þróun efnahagslífs og velferðar sem og möguleika á nánara samstarfi við Ísland, einkum á sviði orkumála og nýtingar auðlinda sjávar.