Norðurslóðir. Rannsóknir á heimskautasvæðum
Forseti á fund í Lausanne í Sviss með Frederik Paulsen sem stuðlað hefur að margvíslegu samstarfi á Norðurslóðum og rannsóknum á Suðurskautslandinu. Stofnun hans hefur verið þátttakandi í Arctic Circle frá upphafi og um þessar mundir skipuleggur hann alþjóðlegan vísindaleiðangur sem sigla mun á rannsóknarskipi hringinn í kringum Suðurskautslandið. Leiðangurinn hefst í lok þessa árs og mun standa í fjóra mánuði. Þá var einnig fjallað um samstarf ríkja á Norðurslóðum og nauðsyn þess að styrkja menntun og starfsþjálfun ungra frumbyggja á Norðurslóðum.