Vísindaverðlaun. Regnframleiðsla
Forseti er viðstaddur athöfn í tengslum við Heimsþing hreinnar orku og sjálfbærniráðstefnur í Abu Dhabi þar sem veitt eru sérstök verðlaun og styrkir til vísindamanna og rannsóknarstofnana sem vinna að þróun tækni til að framkalla regn með inngripum og áhrifum á skýjafar. Styrkirnir voru veittir í kjölfar alþjóðlegrar samkeppni og hlutu þá vísindamenn frá Japan, Þýskalandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.