Fundur með Ban Ki-moon
Forseti á fund með Ban Ki-moon framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í tengslum við Heimsþing hreinnar orku sem haldið er í Abu Dhabi. Rætt var um hið sögulega samkomulag i loftslagsmálum sem náðist í París og mikilvægi aukinnar samvinnu á Norðurslóðum. Þá var einnig fjallað um framlag Arctic Circle til þeirrar samvinnu en Ban Ki-moon studdi stofnun Hringborðsins á sínum tíma og sendi ávarp á fyrsta þing þess í Reykjavík. Stóraukin áhersla á nýtingu hreinnar orku er kjarninn í árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og var á fundinum áréttað mikilvægi reynslu og þekkingar Íslendinga í þeim efnum. Mynd