Veftré Print page English

Sæstrengur til Bretlands


Forseti á fund með fulltrúum breska fyrirtækisins Atlantic Superconnection Corporation sem vinnur að athugun og kynningu á kostum þess að leggja sæstreng frá Bretlandi til Íslands í þeim tilgangi að styrkja kerfi hreinnar orku á Bretlandseyjum. Fjallað var um stöðu málsins á Bretlandi og á Íslandi, áhuga alþjóðlegra fjárfesta á þátttöku í fjármögnun strengsins sem og sjónarmið náttúruverndar á Íslandi og hagnað þjóðarinnar af slíkri tengingu. Áréttað var mikilvægi þess að kortleggja að hve miklu leyti núverandi orkuver á Íslandi myndu duga og hvers konar virkjanir þyrfti til viðbótar. Þá var einnig fjallað um reynslu Noregs á þessu sviði sem nýlega gerði samninga við Þýskaland og Bretland um slíka sæstrengi sem og þann hagnað sem sæstrengurinn frá Noregi til Hollands hefur þegar skapað án þess að ráðist væri í nokkrar nýjar virkjanir í Noregi.