Dansk-Islands Samfund 100 ára
Forseti flytur ræðu í upphafi hátíðarkvöldverðar sem haldinn er í Kaupmannahöfn í tilefni af 100 ára afmæli Dansk-Islandsk Samfund sem verið hefur vettvangur margvíslegra verkefna í samvinnu Dana og Íslendinga. Jóakim prins og Marie prinsessa sátu einnig hátíðarkvöldverðinn ásamt forystumönnum félagsins fyrr og nú, Vigdísi Finnbogadóttur fyrrum forseta og fyrrverandi sendiherrum Íslands í Danmörku og Danmerkur á Íslandi. Veislustjóri var Uffe Ellemann-Jensen, fv. utanríkisráðherra Dana. Ræða forseta var flutt á dönsku. Ræða forseta. Íslensk útgáfa.