Hagkerfi hafanna. Sjálfbær sjávarútvegur
Forseti á fund með Árna Mathiesen, framkvæmdastjóra sjávarútvegsdeildar matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna FAO um mótun alþjóðlegrar stefnu um sjálfbæran sjávarútveg og hagræna nýtingu auðlinda hafsins. Þessi stefnumótun, sem nefnd hefur verið Blue Economy, hefur verið helsta áhersluefni FAO á undanförnum árum. Einnig var fjallað um þá kosti sem hafréttarsáttmálinn felur í sér til að skipuleggja ábyrgar og sjálfbærar veiðar um allan heim sem og hvernig reynsla, þekking og tækni sem Íslendingar búa að geti nýst á alþjóðlegum vettvangi.