Íþróttamaður ársins
Forseti er viðstaddur hátíðarathöfn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og íþróttafréttamana þar sem tilkynnt var um val á íþróttamanni ársins og íþróttamönnum ársins í einstökum keppnisgreinum. Forseti fluttir ávarp í upphafi beinnar útsendingar í sjónvarpi frá athöfninni þar sem hann vakti sérstaklega athygli á þeim merkilega áfanga að Íslendingar væru nú fyrstir fámennra þjóða til að eiga keppnislið á alþjóðlegum stórmótum í þremur hópíþróttum: handbolta, knattspyrnu og körfubolta.