Veftré Print page English

Walter J. Hickel orðan


Forseti tekur við Walter J. Hickel orðunni sem samtök fylkja og borga á Norðurslóðum, Northern Forum, sæma hann fyrir framlag til þróunar Northern Forum og Norðurslóða og er, eins og segir í viðurkenningarskjali, tákn um djúpt þakklæti fólks á Norðurslóðum. Orðan er kennd við Walter J. Hickel, fyrrum ríkisstjóra Alaska og ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna, sem var á sínum tíma frumkvöðull í samvinnu á Norðurslóðum. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, afhenti forseta orðuna á Bessastöðum en hann tók við henni á ársfundi Northern Forum sem haldinn var nýlega í Jakútsk í Rússlandi. Orðan var nú veitt í fyrsta sinn. Mynd.