Veftré Print page English

Hringborð þingmanna um loftslagsbreytingar og orkumál


Forseti flytur ræðu á málþingi sem þingmannasamtökin Climate Parliament efna til í tengslum við loftslagsráðstefnuna COP21 í París. Málþingið sækja þingmenn frá Evrópu, Asíu, Afríku og Mið-Austurlöndum. Í ræðunni lýsti forseti árangri Íslendinga við nýtingu hreinnar orku og fjölþættum atvinnugreinum sem byggðar væru á þeirri nýtingu. Einnig lýsti forseti framlagi Íslendinga til jarðhitaþróunar víða um heim, þjálfun sérfræðinga í Jarðhitaskólanum á Íslandi og orkuverkefnum í Asíu og Afríku. Að ræðunni lokinni svaraði forseti fjölmörgum fyrirspurnum. Mynd.