Nýsköpun í sjálfbærni
Forseti flytur ræðu við upphaf málstofu um endurnýjanlega orku sem haldin er á Sustainable Innovation Forum sem m.a. er skipulagt af Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og haldin er í tengslum við loftslagsráðstefnuna COP21 í París. Í ræðu sinni lýsti forseti orkuþróun Íslands frá olíu og kolum til hreinnar orku og hvernig Íslendingar hafa miðlað þekkingu sinni og tækni með því að þjálfa sérfræðinga frá þróunarlöndum og taka þátt í verkefnum m.a. í Asíu, Afríku og Evrópu. Að lokinni ræðu forseta fóru fram pallborðsumræður. Meðal þátttakenda voru Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands og Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Myndir. Upptaka af ávarpi forseta.