World Climate Summit
Forseti flytur ávarp á ráðstefnu World Climate Summit sem haldin er í tengslum við COP21 loftslagsráðstefnuna í París. Á ráðstefnunni er áhersla lögð á að kynna margvíslegar lausnir, tækninýjungar og raunhæf viðbrögð við loftslagsbreytingum. Þátttakendur eru m.a. ráðherrar, borgarstjórar, vísindamenn og fjölmargir fulltrúar fyrirtækja. Í ræðu sinni fjallaði forseti um þá lærdóma sem draga mætti á heimsvísu af þróun íslensks orkubúskapar á undanförnum áratugum, frá olíu og kolum til þess að nú er húshitun og framleiðsla rafmagns að öllu leyti byggð á endurnýjanlegum orkugjöfum. Myndir.