Veraldarnet hreinnar orku
Forseti á fund í París með Nick Dunlop framkvæmdastjóra alþjóðlegra samtaka þingmanna sem helguð eru eflingu hreinnar orku og baráttu gegn loftslagsbreytingum, Climate Parliament, um þróun orkukerfis milli landa og heimsálfa sem miðlaði hreinni orku um alla veröldina. Tillögurnar byggjast á því að nýta á hverjum tíma þá hluta veraldar þar sem sól skín hverju sinni og vindar blása og tengja þá við önnur lönd, jafnhliða því sem kerfið nýtti vatnsafl og jarðhita. Fundurinn var haldinn í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París, COP21.