Þekking á Kína. Ný menntastofnun
Forseti tekur í London þátt í viðtölum við unga háskólastúdenta frá ýmsum löndum Evrópu sem yrðu meðal nemenda við nýja menntastofnun sem ætlað verður að efla þekkingu og skilning nýrra kynslóða á Vesturlöndum og víðar í veröldinni á Kína, samfélagi, menningu, atvinnulífi og stjórnarháttum. Menntastofnunin, sem ber heitið Schwarzman Scholars, er byggð á aldarlangri hefð Rhodes Scholars prógrammsins og starfar í tengslum við einn helsta háskóla Kína, Tsinghua háskólann í Beijing. Forsetar Kína og Bandaríkjanna, Xi Jinping og Barrack Obama, lýstu stuðningi við þessa nýju menntastofnun þegar tilkynnt var um stofnun hennar og hún nýtur einnig stuðnings forystumanna víða um heim. Um 3000 umsóknir bárust og verða 100 valdir til að skipa fyrsta árganginn og munu þeir koma frá löndum í Evrópu, Afríku og Asíu sem og frá Bandaríkjunum. Í árganginum verða einnig kínverskir námsmenn.