Samúðarkveðjur til forseta Frakklands
Forseti Íslands sendir forseta Frakklands François Hollande samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna hinnar hræðilegu hryðjuverkaárásar í París. Hugur okkar og bænir séu hjá hinum látnu, fjölskyldum þeirra og vinum, sem og hjá þeim sem særðust og aðstandendum þeirra. Árásin hafi verið bæði atlaga að frönsku þjóðinni og siðmenningu okkar tíma, frelsi, lýðræði og mannréttindum. Hún kalli á enn öflugri samstöðu þjóða heims gegn hinum skelfilegu öflum sem hiki ekki við að fórna lífi almennings, karla og kvenna sem ekkert hafa til saka unnið.