Veftré Print page English

Arctic Circle Forum í Singapúr


Forseti flytur opnunarræðu á Arctic Circle Forum sem Hringborð Norðurslóða - Arctic Circle heldur í samvinnu við stjórnvöld í Singapúr og Singapore Maritime Institute. Einnig flutti opnunarræðu Teo Chee Hean innanríkisráðherra Singapúrs. Á málþinginu er m.a. fjallað um lagalega umgjörð siglinga á Norðurslóðum, fjárfestingar í innviðum samfélaga á Norðurslóðum, alþjóðlega samvinnu á sviði vísinda og rannsókna á Norðurslóðum og hvernig auka megi og efla alþjóðlega samvinnu um málefni Norðurslóða. Meðal ræðumanna eru Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Sam Tan ráðherra mannauðsmála í Singapúr og sérstakur fulltrúi ríkisstjórnar Singapúr á vettvangi Norðurslóða, Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, Guðni Jóhannesson orkumálastjóri, Hafsteinn Helgason frá verkfræðistofunni Eflu og Scott Minerd stjórnandi Guggenheim. Að auki taka þar þátt fulltrúar stjórnvalda í Singapúr, áhrifamenn um þróun siglingaleiða, vísindamenn og forystumenn á sviði stefnumótunar og fjárfestinga á Norðurslóðum. Þátttakendur koma m.a.  frá Bandaríkjunum, Kanada, Rússlandi, Japan, Kóreu, Noregi og Póllandi auk Íslands og Singapúr. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar má finna á heimasíðu Hringborðs Norðurslóða, www.arcticcircle.org.