Hafnaryfirvöld í Singapúr. Viðbúnaður vegna olíumengunar
Forseti heimsækir hafnarstjórn Singapúrs og hlýðir á kynningu á umfangsmikilli starfsemi þessarar heimshafnar sem kalla má meginundirstöðu atvinnulífs í Singapúr og gegnir lykilhlutverki í vöruflutningum veraldar. Hafnaryfirvöld lýstu sérstaklega þeim aðferðum sem þróaðar hafa verið til að glíma við olíumengunarslys á sjó. Singapúr hefur m.a. kynnt þá vinnu á fundum Norðurskautsráðsins en landið hefur áheyrnaraðild að ráðinu. Í fundunum með hafnaryfirvöldum tóku einnig þátt Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og fleiri fulltrúar Íslands.