Fundur með forseta Singapúrs
Forseti á fund með Tony Tan Keng Yam forseta Singapúrs þar sem m.a. var rætt um aukið samstarf á vettvangi Norðurslóða og mikilvægi þess að standa vörð um höfin og auðlindir þeirra. Báðar þjóðir byggðu afkomu sína á hafinu, þó með ólíkum hætti væri, og súrnun sjávar og ofnýting fiskistofna ógnaði heilbrigði og lífríki heimshafanna. Bráðnun jökla og íss á Norðurslóðum hefði einnig margvísleg áhrif á veðurfar, loftslag og hækkun sjávarborðs sem tefldi framtíð Singapúrs og annarra ríkja í tvísýnu. Mynd.