Veftré Print page English

Umhverfissjóðurinn Green Climate Fund


Forseti heimsækir höfuðstöðvar hins nýja loftslags- og umhverfissjóðs Green Climate Fund, sem stofnaður var með ákvörðun aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í  Cancun árið 2010. Græna loftslagssjóðnum er ætlað að leggja fjármuni til verkefna í þróunarríkjum sem tengjast loftslags- og umhverfismálum, ekki síst að styðja ríki til þess að endurskipuleggja orkubúskap sinn í átt til sjálfbærni og aðstoða þau ríki sem helst munu glíma við margvíslegar afleiðingar loftslagsbreytinga. Á fundinum gerði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra m.a. grein fyrir ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að framlög Íslands til hans verði ein milljón Bandaríkjadala sem dreifast muni á árin 2016-20. Mynd