Veftré Print page English

Alþjóðaviðskiptaráð Kóreu


Forseti flytur ræðu á hádegisverðarfundi sem Alþjóðaviðskiptaráð Kóreu, Korea International Trade Association (KITA), bauð til í tilefni af heimsókn forseta Íslands. Hádegisverðinn sátu fulltrúar fjölmargra öflugustu fyrirtækja í Kóreu. Í ræðu sinni fjallaði forseti m.a. um viðskiptasamvinnu og samskipti Íslands og Kóreu á umliðnum árum og þá hlutdeild sem Norðurslóðir munu eiga í efnahagsþróun á þessari öld með nýjum siglingaleiðum milli Asíu og Evrópu. Í málflutningi forystumanna KITA kom fram mikill áhugi á því að efla viðskiptasamvinnu milli Íslands og Kóreu, ekki síst á sviði sjávarafurða. Þá svaraði forseti spurningum og jafnframt tóku til máls Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, Hafsteinn Helgason frá verkfræðistofunni Eflu og Scott Minerd frá Guggenheim. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti ávarp við lok dagskrár og hvatti til aukinnar viðskiptasamvinnu milli þjóðanna, m.a. í ljósi fríverslunarsamnings milli Kóreu og EFTA, og nefndi í því samhengi fullvinnslu sjávarafurða og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Myndir