Málþing um þróun sjávarútvegs
Forseti flytur opnunarræðu á málþingi um þróun sjávarútvegs sem haldið er í Ho Chi Minh borg í tengslum við heimsókn forseta til Víetnams. Markmið málþingsins er að leggja grundvöll að auknu samstarfi Íslands og Víetnams á sviði sjávarútvegs og miðla reynslu og tækni Íslendinga til Víetnama. Auk forseta töluðu á málþinginu Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, sjávarútvegsráðherra Víetnams, forstjóri Hafrannsóknastofnunar og aðstoðarforstjóri sjávarútvegsstofnunar Víetnams. Auk þess töluðu fulltrúar íslenskra og víetnamskra fyrirtækja. Málþingið var undirbúið af Íslandsstofu í samvinnu við Viðskiptaráð Víetnams. Myndir.