Málþing um hreina orku
Forseti flytur erindi á málþingi um framtíð hreinnar orku sem haldið er í Hanoi í tengslum við opinbera heimsókn forseta. Í ræðunni rakti hann þróun orkunýtingar á Íslandi, einkum hvernig jarðvarmi hefur nýst til fjölþættrar atvinnusköpunar og til að draga úr mengun. Þá tengdi forseti nýtingu hreinnar orku á veraldarvísu við baráttuna gegn loftslagsbreytingum sem myndu hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Víetnam síðar á þessari öld ef ekki tekst að ná alþjóðlegu samkomulagi um loftslagsmál. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti opnunarávarp á málþinginu en varaforsætisráðherra Víetnams og aðrir fulltrúar víetnamskra stjórnvalda fluttu einnig ræður. Þá kynntu orkumálastjóri og íslenskir sérfræðingar tækni og árangur Íslendinga á þessu sviði. Íslandsstofa undirbjó málþingið í samvinnu við Viðskiptaráð Víetnams. Myndir.