Veftré Print page English

Forsætisráðherra Víetnams


Forseti á fund með forsætisráðherra Víetnams, Nguyen Tan Dung, þar sem rætt var um mörg svið aukinnar samvinnu landanna og hvernig tæknikunnátta og reynsla Íslendinga gæti nýst við uppbyggingu sjávarútvegs í Víetnam sem og við breytingar á orkubúskap landsins. Forsætisráðherrann lagði áherslu á að ungir Víetnamar gætu áfram sótt tæknikunnáttu og framhaldsnám til Íslands. Þá var á fundinum áréttað að fljótlega yrði lokið við fríverslunarsamning milli Víetnams og EFTA landanna. Fundinn sátu einnig Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, embættismenn forsetaskrifstofu og utanríkisráðuneytis og orkumálastjóri og forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Hinir sömu sátu einnig fundina með þingforseta Víetnams og aðalritara Kommúnistaflokksins. Myndir