Fyrirlestur i Abu Dhabi
Forseti flytur fyrirlestur við Utanríkisskóla Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Emirates Diplomatic Academy, um tengsl þróunar á Norðurslóðum við eflingu hreinnar orku og loftslagssamningana sem fram fara i París. Að fyrirlestri loknum svaraði forseti fjölda fyrirspurna um Ísland, m.a. þróun jafnréttis og stöðu kvenna, rannsóknir a jöklum og hvernig Ísland og Furstadæmin geta unnið saman að baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Skólinn annast þjálfun á verðandi starfsmönnum utanríkisþjónustu Furstadæmanna. Konur voru um helmingur þeirra sem sóttu fyrirlesturinn.