Samstarf Breta og Arabísku furstadæmanna í loftslagsmálum
Forseti sækir fund sem haldinn er í Masdar tækniháskólanum þar sem Philip Hammond utanríkisráðherra Bretlands og Sir David King, sem er sérstakur ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, ræða ásamt Sultan Al Jaber ráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Ahmed Amin framkvæmdastjóra Alþjóðastofnunar um endurnýjanlega orku, IRENA, um tengslin milli framfara í nýtingu hreinnar orku og árangurs á loftslagsráðstefnunni í París.