Veftré Print page English

Fyrirlestur í Masdar tækniháskólanum


Forseti flytur fyrirlestur í Masdar tækniháskólanum í Abu Dhabi um tengslin milli þróunar á Norðurslóðum, bráðnunar íss og eflingu nýtingar hreinnar orku víða um heim sem og mikilvægi þessara tengsla varðandi árangur í samningum um loftslagsmál á ráðstefnunni sem fram fer í París í desember. Masdar hefur frá upphafi verið meðal samstarfsaðila í Hringborði Norðurslóða - Arctic Circle en rúmlega 400 nemendur í meistaranámi og doktorsnámi við háskólann stunda margvíslegar rannsóknir á tækninýjungum á ýmsum sviðum hreinnar orku.