Útför Halldóru Pálsdóttur
Forseti flytur kveðjuorð í útför Halldóru Pálsdóttur sem fram fór frá Bessastaðakirkju. Halldóra vann á Bessastöðum í tíð fjögurra forseta og var í áratugi meðhjálpari og umsjónarmaður Bessastaðakirkju. Í kveðjuorðum þakkaði forseti framlag Halldóru til farsældar forsetaembættisins og til kirkjunnar. Hún hefði verið tengd forsetaembættinu í um hálfa öld og verið kjölfesta og gleðigjafi í daglegri önn. Minningarorð